Fréttir

260 leik- og grunnskólabörn í heimsókn á aðventunni

6. des. 2023

Á Síldarminjasafninu hefur heldur betur verið líf og fjör síðustu daga! Í ár hafa árlegar aðventustundir fyrir leik- og grunnskólabörn farið fram í Salthúsinu. 

Þessa viku og þá síðustu hefur Síldarminjasafnið boðið 260 nemendum úr leik- og grunnskólum Fjallabyggðar í heimsókn. Börnin hafa fengið fræðslu um jólakveðjur ýmisskonar; þau hafa fengið að sjá og heyra lesin tæplega 100 ára gömul jólakort, hlýtt á útvarpskveðjur og föndrað sín eigin kort. Þá er þeim er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur – og að lokum sameinast í söng.

Við þökkum nemendum og starfsfólki skólanna kærlega fyrir ánægjulega samveru.

Fréttir