Staðsetning

Síldarminjasafn Íslands er á Siglufirði. Siglufjörður og Ólafsfjörður mynda sveitarfélagið Fjallabyggð á utanverðum Tröllaskaga á Mið-Norðurlandi.

Samgöngur þangað eru jafnan greiðar um þjóðvegina, bæði úr vestri og austri. Um nokkur jarðgöng er að fara í hinu mikla og stórbrotna fjalllendi Tröllaskaga og eru þau nýjustu, Héðinsfjarðargöng, næst lengstu göng á Íslandi 7.1 km (frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar) en í heildina eru göngin 11 km. 

Rútuferðir eru til og frá Akureyri (77 km.) daglega nema á laugardögum. Sjá leiðaskrá Strætó á www.straeto.is - en leiðanúmerið er 78.