Fréttir
Alþjóðlegt þing sjóminjasafna
Þessa vikuna hefur Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins sótt alþjóðlegt þing sjóminjasafna (e. International Congress of Maritime Museums) í Halifax, Kanada. Á þinginu, sem stóð yfir í fimm daga, komu saman stjórnendur sjóminjasafna frá öllum heimshornum til að ræða sameiginleg hagsmunamál, viðfangsefni og áskoranir. Þátttakendur voru 130 talsins, frá 30 löndum í öllum sjö heimsálfum.
Fréttir- Eldri frétt
- Nýrri frétt