Fréttir

Áramótakveðja

31. des. 2022

Árið sem senn er á enda hefur verið bæði gjöfult og krefjandi hjá okkur hér á Síldarminjasafninu. Safngestir hafa aldrei verið fleiri og töldu tæplega 30.000 á árinu! Síldarsaltanir á planinu við Róaldsbrakka voru 62 og leiðsagnir um safnið rétt um 500 talsins.

Þá sinntum við auk gestamóttöku áframhaldandi uppbyggingu Salthússins, skráningu safngripa – bæði nýrra aðfanga og eldri, gerðum mikið átak í varðveislumálum á textíl í safnkostinum, pökkuðum saman allri sýningunni í Njarðarskemmu í kjölfar mikils vatnsflóðs í nóvember og svona má lengi áfram telja.

Hér á Síldarminjasafninu er verkefnalistinn óþrjótandi, verkefnin bæði krefjandi og skemmtileg og dagarnir fjölbreyttir. Við hlökkum mikið til nýs árs og allra þeirra verkefna sem því fylgja! 

Fréttir