Fréttir

Bátasmíðanámskeið

15. nóv. 2021

Í síðustu viku fór fram bátasmíðanámskeið í Gamla Slippnum. Kapp er lagt við að halda slík námskeið árlega, en sökum veirunnar sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarin misseri var orðið heldur langt frá síðasta námskeiði.

Aðsókn var góð, þátttakendur voru átta talsins – en þar að auki voru þrettán á biðlista. Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður kenndi réttu handtökin við viðgerðir gamalla súðbyrðinga, en þátttakendur glímdu við lagfæringar á byrðingi Gunnhildar ÓF18 og skiptu um efsta umfarið í árabátnum Lóu frá árinu 1930, auk þess sem smíðaðar voru nýjar þóftur, kollharðar og bönd.

Bátasmíðanemarnir voru ýmist iðnnemar, starfandi iðnaðarmenn, bátaeigendur og áhugamenn um bátasmíði og viðhald gamalla báta. 


Mælt fyrir nýju borði í Gunnhildi ÓF

  
Spáð og spekúlerað í viðfangsefnið


.


Fréttir