Fréttir
Bátasmíðanámskeið
Árlegt bátasmíðanámskeið Síldarminjasafnsins fór fram í síðustu viku, 7. - 11. október. Námskeiðið var haldið í Gamla Slippnum þar sem unnið var að nýsmíði og viðgerð súðbyrtra báta. Handverkið við smíði súðbyrðinga er á heimsminjaskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf og eru námskeiðin þáttur í að tryggja að þekkingin glatist ekki, heldur lærist mann fram af manni. Sem fyrr komust færri að en vildu og voru þátttakendur bæði nemendur og áhugafólk um bátasmíði. Kennsla var í höndum Hafliða Aðalsteinssonar og Einars Jóhanns Lárussonar og þökkum við þeim kærlega fyrir gott og gefandi samstarf, nú sem áður.
Fréttir