Fréttir

Bátasmiður til starfa

20. júl. 2023

Einar Jóhann Lárusson hóf störf á Síldarminjasafninu í júníbyrjun og verður við störf fram á haustið. Einar er nýútskrifaður bátasmiður – og sá síðasti sem þjóðin elur af sér, verði ákvörðun ráðherra um að afnema löggildingu iðngreinarinnar ekki afturkölluð. Safninu er mikill fengur í ráðningu Einars, þó tímabundin sé, en á Síldarminjasafninu er varðveittur töluverður fjöldi skipa og báta og mun Einar fást við viðgerðir og viðhald á súðbyrtum bátum í safnkostinum. Gestum og gangandi er velkomið að líta við í Slippnum og heilsa upp á bátasmiðinn! 

Fréttir