Fréttir
Alþjóðlegi safnadagurinn: Tónleikar í Bátahúsinu
Á Alþjóðlega safnadaginn, þann 18. maí nk. verða Edda og Ástarpungarnir með tónleika í Bátahúsi Síldarminjasafnsins. Að þessu sinni er þema dagsins „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ – og markmiðið með tónleikunum er svo sannarlega að stuðla að vellíðan á safni. Á prógramminu má meðal annars finna popp- og dægurlög í bland við rokk og blús. Kósý stemning og ekkert vesen!
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Ókeypis aðgangur, en tekið er við frjálsum framlögum. Öll velkomin!
Fréttir- Eldri frétt
- Nýrri frétt