Fréttir

Erindi á vinnustofu Tækniminjasafns Austurlands

11. feb. 2022

Í febrúarmánuði tók Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins þátt í fjarfundi með vinnuhópi um stefnumótun Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði. Anita flutti á fundinum erindi um húsnæðismál Síldarminjasafnsins hvað varðar húsnæðismál, flutning húsa, endurgerð gamalla húsa og nýbyggingar. 
Þar eystra á starfsfólk safnsins fyrir höndum mikla og spennandi vinnu við húsnæðisgreiningu og uppbyggingu safnsins á nýjum stað, þar sem núverandi safnsvæði er á skilgreindu hættusvæði í kjölfar aurskriðanna. Lengi hefur ríkt mikill kærleikur milli þessara tveggja safna - sem eiga margt sameiginlegt. Það er því dýrmætt að geta unnið saman, miðlað reynslu og þekkingu og átt gott og gefandi samtal.

Fréttir