Fréttir
Eyfirski safnadagurinn
Fimmtudaginn 19. apríl, Sumardaginn fyrsta, verður safnið opið frá kl. 13 - 17 í tilefni Eyfirska safnadagsins.
Jafnframt verður boðið upp á fyrirlestur og myndasýningu:
Örlygur Kristfinnsson segir frá leikjum barna í síldarbænum, þar sem plönin, bryggjurnar og fjaran voru sem ævintýraheimur.
Sýndar verða valdar ljósmyndir af börnum við leik úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar og gestir hvattir til að greina myndirnar.
Boðið verður upp á kaffi milli dagskrárliða.
Dagskráin hefst kl. 14:00 í Bátahúsinu - allir velkomnir!
Sjá meðfylgjandi auglýsingu:
Fréttir
- Eldri frétt
- Nýrri frétt