Fréttir
Farskóli 2024
Starfsfólk Síldarminjasafnsins lét árlegan Farskóla safnafólks ekki fram hjá sér fara. Hann fór að þessu sinni fram á Akureyri í dásamlegri haustblíðu dagana 2. - 4. október - en farskólinn er mikilvægur vettvangur til símenntunar safnafólks og hefur verið haldinn frá árinu 1989. Fjölbreytt málefni og viðfangsefni safna voru á dagskrá og fékk safnafólk dýrmætt tækifæri til að ræða saman og bera saman bækur. Við þökkum kollegum okkar á Akureyri kærlega fyrir undirbúninginn og framkvæmdina - og öllum 160 þátttakendunum fyrir samveruna!
Fréttir