Fréttir

Forsetaheimsókn

8. nóv. 2021

Sunnudaginn 7. nóvember heimsótti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Síldarminjasafnið.Anita Elefsen safnstjóri og Örlygur Kristfinnsson forveri hennar gengu með forseta um sýningar safnsins og svo var drukkið morgunkaffi í Bátahúsinu.
Guðni var þó ekki að heimsækja Síldarminjasafnið í fyrsta sinn. Árið 2012 hélt hann erindi á Jónsmessuhátíð safnsins og á ferð sinni um landið í aðdraganda forsetakosninga 2016 hélt hann kynningarfund í Bátahúsinu auk þess sem hann hefur sótt tónleika Þjóðlagahátíðar í húsakynnum safnsins.
Á meðfylgjandi ljósmynd eru Örlygur Kristfinnsson fyrrum safnstjóri, Anita Elefsen safnstjóri, Óskar Berg Elefsen og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Ljósmynd: Ríkarður Ríkarðsson

Fréttir