Forsetaheimsókn
Sunnudaginn 7. nóvember heimsótti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Síldarminjasafnið.Anita Elefsen safnstjóri og Örlygur Kristfinnsson forveri hennar gengu með forseta um sýningar safnsins og svo var drukkið morgunkaffi í Bátahúsinu.
Guðni var þó ekki að heimsækja Síldarminjasafnið í fyrsta sinn. Árið 2012 hélt hann erindi á Jónsmessuhátíð safnsins og á ferð sinni um landið í aðdraganda forsetakosninga 2016 hélt hann kynningarfund í Bátahúsinu auk þess sem hann hefur sótt tónleika Þjóðlagahátíðar í húsakynnum safnsins.
Á meðfylgjandi ljósmynd eru Örlygur Kristfinnsson fyrrum safnstjóri, Anita Elefsen safnstjóri, Óskar Berg Elefsen og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Ljósmynd: Ríkarður Ríkarðsson
- Eldri frétt
- Nýrri frétt