Fréttir

Frumkvöðlar og fjárfestar

30. mar. 2023

Fjárfestahátíð Norðanáttar fór fram á Siglufirði í gær og fór að hluta fram í húsakynnum safnsins. Í Bátahúsinu kynntu frumkvöðlar sprotafyrirtæki sín og hugmyndir fyrir fjárfestum, og í kjölfarið var haldið yfir í Gránu þar sem fram fór svokallað stefnumót fjárfesta og frumkvöðla.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti ávarp og kynnti þar hugmyndir sínar um hvernig skuli einfalda og bæta aðgengi að styrktarsjóðum hins opinbera.
Það má með sanni segja að það hafi verið vel við hæfi að viðburðurinn hafi farið fram á Síldarminjasafninu, en tilvist safnsins má þakka framsýnum frumkvöðlum með stórar hugmyndir. Og fyrir vikið hefur verkefnið á síðustu þrjátíu árum þróast úr hugmynd og draumsýn – í eitt umfangsmesta safn landsins.

Fréttir