Fréttir

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Skildi

9. maí 2020

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Skildi í Fjallabyggð færðu Síldarminjasafninu hjartastuðtæki að gjöf föstudaginn 8. maí. 
Tækið er hið vandaðasta, af gerðinni Samaritan PAD350, og er hálfsjálfvirkt. Þeir gáfu að auki fylgihluti með tækinu og veggfestan skáp til að geyma búnaðinn. 

Fari einstaklingur í hjartastopp utan sjúkrahúss skiptir hver mínúta sköpum og geta hjartastuðtæki verið mikilvægur þáttur í að bjarga mannslífum. Tækinu verður komið fyrir í Bátahúsinu og starfsfólki safnsins kennt að nota það - sem verður þó vonandi ekki þörf á.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins þakkar Kiwanisklúbbnum Skildi kærlega fyrir rausnarlega gjöf. Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Kiwanismennina Ómar Hauksson, Þorgeir Gunnarsson og Albert Gunnlaugsson og Eddu Björk Jónsdóttur og Anitu Elefsen sem veittu gjöfinni viðtöku fyrir hönd Síldarminjasafnsins. 

Fréttir