Fréttir

Heimsókn Seyðfirðinga

28. feb. 2025

Í febrúarlok fengum við skemmtilega heimsókn frá kollegum á Seyðisfirði. Þau Elfa Hlín, Hanna Christel og Ingvi Örn skipa sýningarteymi Tækniminjasafnsins, en þau fást nú við það stóra og umfangsmikla verkefni að endurreisa safnið á nýjum stað í kjölfar aurskriðanna í desember 2020.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins tók að sjálfsögðu vel á móti góðum gestum og leiddi þau um safnhúsin. Góðar umræður áttu sér stað um sýningarhönnun, skráningu safnkosts, endurreisn gamalla húsa, miðlun og móttöku safngesta - og allt hitt sem safnafólki brennur í brjósti.

Fréttir