Hrekkjavaka á safninu
Fimmtudaginn 31. október er víða haldið upp á hrekkjavöku og hefur viðburðurinn meira að segja teygt anga sína alla leið norður til Siglufjarðar. Í tilefni hrekkjavökunnar var því líf og fjör á safnsvæðinu síðdegis. Afturgöngur og aðrar vættir vöknuðu til lífsins í Gránu og voru öll þau sem þorðu boðin velkomin í heimsókn. Utandyra brá Húlladúllan sér í líki eldnornar og lék listir sínar með lifandi eld.
Viðburðurinn var vel sóttur og tæplega 350 gestir lögðu leið sína í draugaverksmiðjuna. Við viljum því þakka öllum þeim komu í heimsókn kærlega fyrir komuna! Það er starfsfólki safnsins mikilvægt að geta boðið íbúum til fjölbreyttra viðburða á safninu og hvatt þannig til endurtekinna heimsókna.