Fréttir

Jólakveðja

23. des. 2024

Starfsfólk Síldarminjasafnsins sendir landsmönnum öllum góðar kveðjur um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. 
Safnið fagnaði á árinu stórafmæli; 35 ár eru frá stofnun Félags áhugamanna um minjasafn, 30 ár frá vígslu Róaldsbrakka, 25 ár frá því að Grána reis og 20 ár frá vígslu Bátahússins. Til að bæta um betur var framkvæmdum við Salthúsið lokið og Síldarkaffi formlega opnað í ágústmánuði. Svo það er sannarlega óhætt að segja að árið hafi verið viðburðaríkt! Sem fyrr hefur það einkennst af allskyns viðburðum, miklum gestakomum og almennu safnastarfi í öllum sínum fjölbreytileika.

Fréttir