Fréttir
Jólatónleikar Síldarminjasafnsins
Sunnudagskvöldið 11. desember ætla þau Daníel Pétur Daníelsson, Edda Björk Jónsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson að flytja úrvals jólalög á jólatónleikum Síldarminjasafnsins í Bátahúsinu.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum, en okkur langar að leggja jólasöfnun Önnu Hermínu Gunnarsdóttur lið. Hún hefur um árabil safnað jólagjöfum og fært Mæðrastyrksnefnd til úthlutunar í aðdraganda jóla. Verður því tekið við frjálsum framlögum sem renna óskipt til jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar.
- Eldri frétt
- Nýrri frétt