Fréttir
Jólatónleikar Síldarminjasafnsins
Nú þegar líður nær jólum er venjan að lýsa upp skammdegið, njóta aðventunnar, gleðjast og skapa minningar. Í þeim anda vill Síldarminjasafnið bjóða íbúum Fjallabyggðar og öðrum gestkomandi á jólatónleika í Bátahúsinu sunnudagskvöldið 10. desember nk.
Þau Daníel Pétur Daníelsson, Edda Björk Jónsdóttir, Hörður Ingi Kristjánsson og Tinna Hjaltadóttir ætla að flytja úrvals jólalög og hefjast tónleikarnir kl. 20:00.Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.
Fréttir- Eldri frétt
- Nýrri frétt