Fréttir
Jólatónleikar Síldarminjasafnsins
Jólatónleikar Síldarminjasafnsins verða nú haldnir í þriðja sinn og fara fram í Bátahúsinu miðvikudagskvöldið 4. desember nk.
Jólatríó skipað þeim Daníel Pétri Daníelsson, Herði Ingi Kristjánssyni og Tinnu Hjaltadóttur flytur gestum úrvals jólalög og hefjast tónleikarnir kl. 20:00. Við bjóðum íbúa Fjallabyggðar og aðra gestkomandi hjartanlega velkomna. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum sem eru ætlaðir bæði börnum og fullorðnum.
Fréttir- Eldri frétt
- Nýrri frétt