Fréttir

Málþing - síldarstúlkum til heiðurs

25. júl. 2023

Næstkomandi laugardag, 29. júlí, verður glæsilegur minnisvarði um síldarstúlkur vígður á Siglufirði. Í tilefni þess blæs Síldarminjasafnið til málþings, þar sem síldarstúlkur og þáttur þeirra í sögu þjóðarinnar verður til umfjöllunar.
Málþingið fer fram í Bátahúsinu og hefst kl. 10:00 á laugardagsmorgun. 

Dagskrá málþingsins: 

  • Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, flytur ávarp
  • Jóna Möller: Um tilurð listaverksins og minnisvarðans
  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur: „70 stúlkur í brakka“
  • Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur: Stritvinna síldarstúlkna og ævintýri útgerðarmanna. Síldarsöltun á Hjalteyri 1915.
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir nútímasíldarstúlka: Áhrif síldarstúlkna á jafnréttis- og kjarabaráttu kvenna á Íslandi
  • Egill Helgason fjölmiðlamaður: Síldarstúlkan – Parísardaman
  • Edda Björk Jónsdóttir sérfræðingur fræðslu og miðlunar á Síldarminjasafni Íslands: Síldarstúlkur og valdefling kvenna
  • Örlygur Kristfinnsson: Kynni mín af síldarstúlkum

 

Vígsla minnisvarðans verður kl. 15:00 og í kjölfar hennar verður slegið upp síldarsöltun og bryggjuballi á planinu við Róaldsbrakka.

 

Fréttir