Fréttir

Mannamót

19. jan. 2025

Síldarminjasafnið og Sóti Summits voru fulltrúar utanverðs Tröllaskaga á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna sem fram fóru í Kórnum í Kópavogi þann 16. janúar. Þar kynna ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni sig fyrir ferðaskipuleggjendum.
Það var sannarlega gaman að hitta þá fjölmörgu aðila sem heimsóttu Mannamót og litu við hjá okkur - og við hlökkum mikið til að halda áfram að taka á móti ferðafólki og gestum hvaðanæva úr heiminum.

Fréttir