Fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin að Salthúsinu

5. jún. 2014

  • © Steingrímur Kristinsson

Á dögunum heimsótti forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Síldarminjasafnið ásamt formönnum landsstjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja, forseta Norðurlandaráðs, framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar og öðrum virðulegum gestum. Við það tækifæri tók forsætisráðherra fyrstu skóflustunguna að Salthúsinu, geymslu- og sýningarhúsi sem reisa á á safnlóðinni í sumar en til þess verkefnis hlaut Síldarminjasafnið veglegan styrk frá forsætisráðuneytinu.

Að athöfninni lokinni skoðuðu gestirnir sýningarhús safnsins, smökkuðu síld og brennivín og nutu söngs Kvæðamannafélagsins Rímu sem vakti mikla lukku.

Fréttir