Fréttir

Salthúsið rokið upp!

2. sep. 2014

Viku eftir að gólfplata var steypt fyrir Salthúsið gamla (og nýja) eru húsveggir komnir heim og saman. Unnið var um helgina af kappi og lét árangur ekki á sér standa eins og meðfylgjandi mýndir sýna. Þessi áfangi er einn af þremur í endurreisn hússins í haust. Þeir næstu verða að koma gólf/millilofts-einingum fyrir og svo loks að smíða nýtt þak og loka húsinu. Næsta sumar verður síðan ætlunin að endursmíða húsið að utan og gera það fínt.

Þeir sem unnu að uppsetningu útveggjanna eru (frá vinstri á myndinni): Einar Ámundason kranamaður, Skúli Jónsson húsasmiður, Sævar Kárason, Hrafn Örlygsson, Jón Ragnar Daðason skipasmiður, Örlygur Kristfinnsson og Þorbjörn Þorgeirsson. Á myndina vantar Sigurð Skúlason og Sturlaug Kristjánsson kranamann.

  .


  .

Fréttir