Fréttir

Síldin er komin aftur!

12. ágú. 2015

Í gær birtist afar áhugaverð frétt á vefmiðlinum Eyjan.is þar sem sagt er frá miklu magni og mikilli útbreiðslu makríls á Íslandsmiðum. Hér á Síldarminjasafninu var það þó aukaatriði fréttarinnar sem vakti mesta athygli: Síldin er komin aftur! Í fréttinni segir eftirfarandi af fimm vikna leiðangri Árna Friðrikssonar sem lauk sl. mánudag:

„Síld fannst nokkuð víða á rannsóknasvæðinu, norsk-íslensk síld austur og norður af Íslandi og íslensk sumargotssíld fyrir sunnan og vestan. Norður af Íslandi var vart við töluvert magn norsk-íslenskrar síldar allt vestur að Horni, en svo vestarlega hefur síldin líklega ekki gengið síðan á 7. áratug síðustu aldar.“

Víst má telja að þessi tíðindi hefðu vakið meiri athygli fyrir nokkrum áratugum, ekki síst hér í höfuðborg síldarinnar, en LOKSINS gætu sumir sagt eftir hálfrar aldar bið og glaðst yfir endurkomu síldarinnar – þó að útilokað sé að annað eins síldarævintýri og var hér í denn sé á döfinni.

 Mynd: www.gma.org

 

Fréttir