Fréttir

Nýr starfsmaður til eins árs

5. des. 2021

Daníel Pétur Daníelsson hefur verið ráðinn til starfa við Síldarminjasafnið til eins árs, úr hópi fimmtán umsækjenda. Daníel er að ljúka námi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum, hefur lokið viðburðastjórnun og landvarðaréttindum auk þess sem hann tók um árabil þátt í síldarsöltunum á planinu við Róaldsbrakka. 

Daníel hefur störf í janúar næstkomandi og býður stjórn safnsins og verðandi samstarfsfólk hann velkominn og óskar honum velfarnaðar í starfi.

Fréttir