Ólöf Helga sýnir í Gránu
Föstudaginn 15. júlí opnar sýningin Fall mannsins sem minnir á margt eftir Ólöfu Helgu Helgadóttur
Maðurinn sem minnir á margt er mættur í Gránu (skúlptúr & vídeó) en hann hefur annað slagið birst í verkum listamannsins frá árinu 2015. Nú síðast í Aþenu í Grikklandi í nóvember sl. í verkinu Fæðing mannsins sem minnir á margt.
Í verkum sínum ýtir listamaðurinn hversdagslegu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpar þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn. Efnið sem hún notar hefur auk þess oft sögulega merkingu sem er mjög persónuleg.
Ólöf Helga Helgadóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og lauk mastersnámi í myndlist frá Slade School of Fine Art í London árið 2010. Árið 2001 stundaði hún örnám við Kvikmyndaskóla Íslands. Hún býr og starfar á Siglufirði.
Undanfarnar sýningar: HEAD2HEAD samstarfsverkefni Kling&Bang og A - DASH, Aþena, Grikkland, 2021; Skúlptúr / Skúlptúr, Hrist ryk á steini, Gerðarsafn, 2020; Sequences IX: Í alvöru, Línan, Harbinger, 2019.
https://www.instagram.com/olofhelgahelga_
Sýningin er hluti af Frjó Listahátíð og stendur öllum opin á opnunartíma safnsins, frá kl. 10 - 18 fram til 20. júlí.
- Eldri frétt
- Nýrri frétt