Fréttir

Opið hús til heiðurs Hallgrími Helgasyni

14. apr. 2022

Á laugardaginn nk., 16. apríl kl. 17:00 bjóða Síldarminjasafnið og Segull 67 Brugghús til opins húss í Bátahúsinu - til heiðurs Hallgrími Helgasyni, rithöfundi. 
Hallgrímur gerði Segulfjörð að miðpunkti bóka sinna um Eilíf bónda og son hans Gest - en hann hefur sagt frá því að kveikjan að skrifum hans um fólkið í Segulfirði hafi verið heimsókn á Síldarminjasafnið. Bækurnar hafa hlotið mikið lof og báðar hlutu þær íslensku bókmenntaverðlaunin. Ekki síst hafa þær dregið enn frekari athygli að Siglufirði og stórbrotinni sögu staðarins.
Við bjóðum því öllum áhugasömum að gleðjast með höfundinum á laugardaginn.

Fréttir