Fréttir

Ráðherraheimsókn & endurnýjaður samningur

21. mar. 2024

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Síldarminjasafnið í gær til að undirrita endurnýjaðan samning um árlegt rekstrarframlag til safnsins til ársloka 2026.

Ráðherra var boðið að heimsækja Salthúsið, nýtt safnhús, sem sífellt þokast nær því að verða tilbúið. Þar eru vel búin varðveislurými fyrir safnkost, sem hægt og bítandi er verið að flytja inn í húsið, sem og nýtt sýningarrými og opið rými fyrir safnverslun og kaffihús.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins þakkar Lilju og samstarfsfólki hennar kærlega fyrir góða heimsókn – og ráðuneytinu fyrir gott samstarf og dýrmætan stuðning við starfsemi safnsins.

Fréttir