Fréttir
Safnið lokað næstu þrjár vikurnar
Í ljósi hertra samkomutakmarkana og sóttvarnarreglna verður Síldarminjasafnið lokað gestum fram til 16. apríl, eða á meðan núverandi reglugerð er í gildi. Því verður engin reglubundin opnun á safninu um páska.
Með þessari ákvörðun vill safnið sýna samfélagslega ábyrgð og samstöðu.
Starfsfólk safnsins sinnir áfram faglegum störfum og er hægt að hafa samband í síma 467 1604 eða með tölvupósti á netfangið safn[hjá]sild.is.
Við óskum landsmönnum gleðilegra páska og hvetjum almenning til að fara varlega og huga vel að sóttvörnum.
- Eldri frétt
- Nýrri frétt