Fréttir

Sendikvinna Færeyja heimsækir Síldarminjasafnið

3. mar. 2025

Hanna í Horni, sendikvinna Færeyja á Íslandi heimsótti Síldarminjasafnið á ferð sinni um Fjallabyggð þann 27. febrúar. Með í för voru eiginmaður hennar, tveir ungir synir þeirra og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar.
Færeyingar hafa margir haft viðdvöl á Siglufirði en þeir stunduðu þorskveiðar úti fyrir Norðurlandi hvert sumar um áratugi. Þangað var langsótt að heiman á gömlum skútum til handfæraveiða og söltuðu þeir aflann um borð.Margir lögðu rækt við gamlar hefðir – sigldu til hafnar á Siglufirði á laugardögum til að halda hvíldardaginn heilagan og myndarlegar skútur þeirra skreyttu höfnina um helgar ⚓️Um miðja tuttugustu öldina stunduðu yfir eitt hundrað færeyskar skútur veiðar frá Siglufirði, en undir það síðasta, þegar leið fram á áttunda áratuginn, fór þeim hratt fækkandi. Vinabær Siglufjarðar í Færeyjum er Eidi.

Fréttir