Síldardiplómasía
Hér á Síldarminjasafninu eru iðulega margir boltar á lofti og höfum við síðustu misseri meðal annars unnið að íslenskri útgáfu bókarinnar Síldardiplómasía í samvinnu við Bókaútgáfuna Hóla.
Bókin var upphaflega skrifuð og gefin út á sænsku, af þeim Ted Karlberg og Håkan Juholt – en þeir kynntust fyrst á Norrænni Strandmenningarhátíð hér á Siglufirði. Ted er sannkallaður meistarakokkur þegar kemur að síldarréttum og setti til að mynda saman síldarréttina fyrir Síldarkaffi. Håkan er diplómati og fyrrum sendiherra Svíþjóðar á Íslandi og hefur þar og annars staðar hampað síldinni hvenær sem tækifæri gefst til, enda fær hún „fólk til að tala saman,“ svo að notuð séu hans eigin orð.
Síldardiplómasía fjallar um hinar mörgu hliðar síldarinnar, allt frá þætti hennar í menningu þjóða yfir uppskriftir af dýrindis síldarréttum, með viðkomu á ótal stöðum, meðal annars hjá þremur íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem stunda síldveiðar.
Við stefnum á veglegt útáfuhóf, að Svíunum viðstöddum, undir lok nóvembermánaðar og kynnum það vel þegar nær dregur. Bókina verður hægt kaupa hjá okkur á Síldarkaffi á sérstöku tilboðsverði, 7.980,- en hún fæst að auki hjá öllum helstu bóksölum. Jafnframt má panta eintök hjá Bókaútgáfunni Hólum; holar@holabok.is