Fréttir

Síldarminjasafnið auglýsir starf til eins árs

6. okt. 2021

Leitað er að drífandi og áhugasömum einstaklingi til starfa á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði. Starfið er fjölbreytt og snýr að skráningu safnkosts, miðlun, leiðsögnum og safnfræðslu sem og eðlilegri aðkomu að fjölbreytilegum verkefnum á umfangsmiklu safni. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta unnið utan hefðbundins dagvinnutíma í tengslum við viðburði og gestamóttöku. 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af safnastarfi æskileg
  • Þekking á Sarpi, menningarsögulegu gagnasafni, kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
  • Geta til að vinna undir álagi og að sinna fjölbreyttum verkefnum samtímis
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, nákvæmni, útsjónarsemi og sveigjanleiki
  • Frumkvæði, jákvæðni, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Ráðning er til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir safnstjóri í síma 865 2036.

Umsókn og ferilskrá sendist til Anitu Elefsen, safnstjóra á netfangið: anita@sild.is

Fréttir