Fréttir

Styrkveitingar og samningar

24. feb. 2023

Nýverið hefur Síldarminjasafnið undirritað endunýjaða samninga við bæði menningar- og viðskiptaráðuneytið og sveitarfélagið Fjallabyggð. Samningurinn við ráðuneytið gildir til eins árs en sá við sveitarfélagið til þriggja ára.

 
Þá hefur safnið jafnframt hlotið styrkveitingar til fjölbreyttra verkefna:
⚜️ Safnasjóður úthlutaði 2,5 mkr. til áframhaldandi vinnu við að koma reiðu á umfangsmikinn safnkostinn og forvörslu málverka og annarra listmuna í safneigninni auk 300.000 kr. til að sækja Farskóla FÍSOS í Amsterdam í október 2023. 
⚜️ Uppbyggingarsjóður SSNE styrkir bátasmíðanámskeið í Slippnum um 500.000 kr. 
⚜️ Fjallabyggð veitir Grænan styrk að upphæð 500.000 kr. til áframhaldandi framkvæmda við tangann austur af Róaldsbrakka – til að gera svæðið að aðlaðandi grænu svæði fyrir íbúa og aðra gestkomandi.

Starfsfólk og stjórn Síldarminjasafnsins færir öllum ofangreindum aðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn! 

 

Fréttir