Fréttir

Sumarstörf á Síldarminjasafninu

31. mar. 2025

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði auglýsir eftir sumarstarfsfólki til gestamóttöku og yfirsetu, sem og til þjónustustarfa á Síldarkaffi.

Starf við gestamóttöku og yfirsetu felst í gæslu með safnhúsum og sýningum þeirra, afgreiðslu og almennri þjónustu við safngesti. Starfsmenn þurfa að kynna sér síldarsöguna og sögu staðarins og vera tilbúnir að svara spurningum safngesta.

Þjónustustarf á Síldarkaffi felst í almennri þjónustu við gesti kaffihússins, undirbúningur, frágangur, þrif og önnur tilfallandi verkefni í tengslum við viðburði og móttöku hópa.

Hæfnikröfur:

  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
  • Góð tungumálakunnátta
  • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Samviskusemi og stundvísi
  • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum er kostur

Tímabil ráðningar er samkomulagsatriði en um er að ræða tímabilið frá 1. maí – 30. september.

Fyrirspurnir og umsóknir skal senda til Anitu Elefsen safnstjóra; anita@sild.is / s. 865 2036

Fréttir