Fréttir
Sýning á verkum Brians Pilkington í Gránu
Nýverið fór fram Myndasöguhátíð Siglufjarðar og var þá opnuð glæsileg sýning á verkum Brians Pilkington á Gránuloftinu að listamanninum viðstöddum.
Sýningin er hin glæsilegasta og mun standa til septemberloka. Safnið er opið alla daga vikunnar frá 13-17 og hvetjum við heimamenn og aðra gestkomandi til að líta við.
Myndskreyttar bækur Brians um jólasveinana, jólaköttinn, álfa og tröll eru mörgum vel kunnugar - og nú gefst einstakt tækifæri til að skoða frummyndir listamannsins.
Og Lefteris Yakoumakis, stjórnanda Myndasöguhátíðar Siglufjarðar, óskum við hjartanlega til hamingju með afar vandaða og vel heppnaða dagskrá.
Fréttir- Eldri frétt
- Nýrri frétt