Fréttir

Þorrablót á Síldarkaffi

15. jan. 2025

Nú er sannarlega tími til að gleðjast! Laugardaginn 8. febrúar verður haldið Þorrablót á Síldarkaffi. Eins og íslenskar matarhefðir gera ráð fyrir verður boðið upp á bæði súrmeti og nýmeti – eitthvað fyrir alla! 
Hið stórskemmtilega dúó Hundur í óskilum sér um veislustjórn og skemmtun.
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30
Matseðill: Súrmeti; Lundabaggar, blóðmör, lifrarpylsa, sviðasulta, grísasulta, hvalur og hrútspungar.Nýmeti: Blóðmör, lifrarpylsa, svið, magáll, sviðasulta, grísasulta, hangikjöt, hákarl, harðfiskur, síld, reykt nautatunga, sveitabjúgu og plokkfiskur.Meðlæti: Heimabakað rúgbrauð, flatkökur, kartöflur, uppstúf, rófustappa & grænar baunir.
Miðaverð: 10.900,- Miðasala hefst mánudaginn 20. janúar og fer fram í Bátahúsinu alla virka daga en jafnframt má panta miða í síma 467 1604 / 865 2036 eða með tölvupósti: safn@sild.is

Fréttir