Útgáfuhóf - Síldardiplómasía
Efnt var til útgáfuhófs og kynningar á Síldardiplómasíu, nýútgefinni bók Síldarminjasafnsins og Bókaútgáfunnar Hóla, laugardaginn 30. nóvember. Ted Karlberg, annar höfundur bókarinnar sem upprunalega var gefin út á sænsku, var þar viðstaddur.
Ted sagði frá bókinni, síldinni og tengslum hans við Siglufjörð og Anita safnstjóri sagði frá tilurð íslensku útgáfunnar og vinnunni við að staðfæra efnistök bókarinnar að íslenskum lesendum. Að lokum var lesinn stuttur kafli úr bókinni. Bókin segir frá síldinni í víðu og breiðu samhengi og að auki er í henni að finna allskyns spennandi síldaruppskriftir. Hún er tilvalin í jólapakkann og fæst hjá okkur sem og í öllum helstu bókabúðum.