Fréttir

Úthlutun úr Safnasjóði

14. feb. 2025

Logi Einarsson menningarráðherra úthlutaði styrkjum úr Safnasjóði við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands þann 14. febrúar, í kjölfar ársfundar höfuðsafnanna þriggja. Síldarminjasafnið hlaut hæstu mögulegu úthlutun öndvegisstyrks til þriggja ára, einn verkefnisstyrk úr aðalúthlutun auk tveggja styrkja úr aukaúthlutun sjóðsins og nemur upphæð þeirra alls 17 mkr.

  • Róaldsbrakki, ný grunnsýning (2025-2027): 15.000.000 kr.
  • Ný og endurbætt vefsíða; www.sild.is - stafræn miðlun: 1.400.000 kr. 
  • Farskóli safnmanna á Selfossi 2025: 300.000 kr.
  • Svæðisbundið samstarf safna og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi, í samvinnu við Safnafræðideild HÍ, FÍSOS & SAF: 300.000 kr.

Starfsfólk og stjórn Síldarminjasafnsins færa ráðherra og safnasjóði bestu þakkir fyrir mikilvægan stuðning sem styður við faglega starfsemi safnsins og framgöngu metnaðarfullra verkefna.

Fréttir