Varðveisla verkhefða
Laufey Elefsen varð síldarstúlka á tíunda aldursári, sumarið 1963. Þá hafði hún lengi látið sig dreyma um að fá pláss á síldarplani, og suðað bæði í foreldrum og eigendum plananna. Til að auka möguleika á ráðningu stalst hún til að prufa að salta hjá síldarstúlkum á plönunum og leggja niður í tunnur fyrir þær. Og heimafyrir voru þvottaklemmur lagðar ofan í Mackintosh dósir.
Síldin hvarf fáum árum síðar – en Laufeyju lánaðist að verða síldarstúlka á ný allöngu síðar, þegar Síldarminjasafnið fór að standa fyrir síldarsöltunum. Nú fylgir Salka ömmustelpa Laufeyju á planið, og rétt eins og amma æfði hún að leggja niður með þvottaklemmur í Mackintosh dós.
Þá, líkt og nú, vinna kynslóðirnar saman á síldarplaninu. Ungur nemur, gamall temur
- Eldri frétt
- Nýrri frétt