Safnkennsluefni: Eldri stig grunnskóla

Kennsluefnið er unnið út frá hæfniviðmiðum í samfélagsgreinum í eldri bekkjum grunnskóla sem fjalla um umhverfi, samfélag, sögu og menningu og hæfni nemenda til að skilja veruleikann. Þannig er hægt að nýta námsefnið við kennslu í sögu, skipulagsfræði, félagsfræði og þjóðfélagsfræði. Samhliða námsefninu er hægt að fá lánaðan fræðslukassa þar sem finna má greinar, kort og ljósmyndir frá tveimur bæjum, Siglufirði og Ólafsfirði. Auðvelt er að skipta þessum bæjum út fyrir aðra og skoða þá með sömu aðferðarfræði. 

Sjá hér: Safnkennsla - eldri stig

Til að panta fræðslukassann sendið tölvupóst á netfangið safn[hjá]sild.is