Umhverfisstefna

Á Síldarminjasafninu er fjallað um sögu síldveiða og síldariðnaðar á Íslandi. Siglufjörður var höfuðstaður síldveiðanna á 20. öld og því er safnið mjög tengt sögu staðarins. Safnið og lóð þess er í bæjarmyndinni miðri og því mikilvægt að starfsemi og byggingar falli vel inn í umhverfi staðarins.

Helstu þættir í umhverfisstefnu safnsins.

  1. Lögð er áhersla á að varðveita menningarminjar frá síldarárunum, hvort sem það er innan eða utan safnsvæðisins.
  2. Hafa skal umhverfi safnsins snyrtilegt, bæði innandyra sem utan, og láta það falla eins vel og hægt er inn í manngert og náttúrulegt umhverfi staðarins.
  3. Stuðla að umhverfisvænum starfsvenjum með því að draga úr orkunotkun og sjá til þess að mengun af völdum starfseminnar sé haldið í lágmarki og finna leiðir til að komast hjá henni.
  4. Fylgja skal þeim lögum og reglugerðum sem til eru um umhverfismál og fylgja Staðardagskrá 21 í samstarfi við viðkomandi aðila, s.s. bæjaryfirvöld
  5. Umhverfistefnan verði í reglulegri endurskoðun og verði almenningi sýnileg á heimasíðu safnsins

Markmið og leiðir
Starfsfólki, stjórn og gestum safnsins verður kynnt umhverfisstefnan og einstaklingar hvattir til að tileinka sér umhverfisvæna starfshætti og gera þá að hluta daglegs lífs.

1. Varðveisla menningarminja
Upplýsingar um menningarminjar séu skráðar og aðgengilegar fyrir alla, bæði gesti sem og heimamenn.  Upplýsingar séu einnig á öðru máli en íslensku.  Þeir munir sem ekki geta verið til sýnis séu skráðir og varðveittir í góðri geymslu.

Mikilvægar minjar frá síldarárunum s.s. á Staðarhólsbökkum verði varðveittar og aðgengi að þeim lagað.

Samstarf við utanaðkomandi aðila sem vinna að varðveislu menningarminja verði haldið virku t.d. Þjóðminjasafn, önnur söfn á Norðurlandi og Hafrannsóknarstofnun.

Varðveisla menningarminja komi ekki til með að valda skaða á náttúruminjum s.s. með álagi eða raski.

2. Ásýnd og aðkoma staðarins

Áhersla lögð á að halda nánasta umhverfi safnsins snyrtilegu og hreinu. Hreinsa reglulega rusl á lóð safnsins og halda lóninu hreinu.

Mannvirkjum á svæðinu haldið í góðu ástandi að innan sem utan.

Nýbyggingar og breytingar á húsum taki mið af umhverfi og myndi tengsl við það sem fyrir er á staðnum bæði náttúrufarslega og menningarlega.

Rask á náttúrulegu umhverfi vegna framkvæmda verði eins lítið og mögulegt er og áhersla lögð á góðan frágang að verki loknu.

Merkingar greinilegar, s.s. bílastæði

3. Dregið úr mengun og óþarfa orkunotkun 

Flokkun úrgangs (Tekið mið af þeim flokkunarmöguleikum sem í boði eru á staðnum): spilliefnum og öðrum mengandi efnum komið á viðeigandi stað til förgunar. Heimilissorp flokkað, fernur, flöskur og dósir  sett í endurvinnslu.
Dregið úr orkunotkun með því að slökkva ljós og stöðva rafmagnstæki þegar ekki er þörf á þeim.
Kaupa vörur af aðilum í heimabyggð ef þess er kostur.
Velja vörur sem eru umhverfisvænar, s.s. úr endurunnu hráefni og framleiðslan hefur fengið umhverfisvottun.
Takmarka notkun hreinsiefna og reyna að nota umhverfisvæn efni.

4. Fylgja lögum og efla samstarf

Lögum og reglugerðum um umhverfismál verði fylgt eftir.

Efla samstarf við þá aðila sem koma að umhverfismálum og geta veitt upplýsingar um framkvæmd ákveðinna þátta. S.s. bæjaryfirvöld, önnur fyrirtæki eða einstaklingar.

Veita fræðslu um umhverfismál og umherfisstefnu fyrirtækisins.

5. Þróun og miðlun umhverfisstefnu

Umhverfisstefnan verði skoðuð reglulega og áætlanir um framkvæmd verði bættar eins og þörf krefur.

Umhverfisstefnan verði sýnileg á heimasíðu safnsins og hægt verði að fá nánari upplýsingar með tölvupósti.