Aðsókn

Menningartengd ferðaþjónusta á Siglufirði hófst með opnun minjasafns og fyrsta Síldarævintýrinu 1991.

Vígsla Róaldsbrakka og opnun Síldarminjasafnsins þar 1994 var mikilvægur áfangi í því sambandi.

Heimsóknir og fjölgun gesta á safninu má skoða í samhengi við stækkun þess og aukin umsvif frá 1991.

  • Lítil sýning “uppi í fjalli” árin 1991 til 1993,  1.500-1.800 gestir árlega.
  • Róaldsbrakki og síðar Grána árin 1994 til 2003, 5.000-8.000 gestir.
  • Róaldsbrakki, Grána og Bátahúsið árin 2004 til 2010, 8.000-14.000 gestir.
  • Með bættum samgöngum um ný Héðinsfjarðargöng jókst aðsókn að safninu stórlega. Árin 2011-2014, 17.000-20.000 gestir.
  • Frá árinu 2013 hafa árlega verið sett ný met í gestafjölda!
  • Árið 2016 heimsóttu rúmlega 25.000 gestir Síldarminjasafnið.
  • Árið 2018 voru gestir safnsins ríflega 27.500.

Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnir þróun gestafjölda á Síldarminjasafninu sl. tuttugu ár. Eins og sjá má hefur gestafjöldi aukist verulega, sem og hlutfall erlendra gesta.

Gestafjoldi1994-2018isl