Fréttir

NorReg ráðstefna á Siglufirði

20. mar. 2025

Íslenski ferðaklasinn, gegnum verkefnið NorReg (Nordic Regenerative Tourism) stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Siglufirði og Hólum um nærandi ferðaþjónustu í síðustu viku, en Síldarminjasafnið hefur verið þáttakandi í tengdu verkefni, CE4RT, síðastliðin tvö ár.

Fyrirlesarar komu víða að og var kafað ofan í tengingu nærandi ferðaþjónustu við nærsamfélagið sem og aðrar atvinnugreinar. Í hópi þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni var Daníel Pétur, sérfræðingur á sviði varðveislu og miðlunar hjá Síldarminjasafninu sem er jafnframt meistaranemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Meistaraverkefni hans byggir á rannsókn um tengsl safna við nærsamfélagið og Síldarminjasafnið er að sjálfsögðu rannsóknarefnið.

Ráðstefnugestir nutu einmuna veðurblíðu á meðan dvöl þeirra stóð og okkur þótti afar skemmtilegt að hafa fengið að taka á móti öllum gestum ráðstefnunnar í Bátahúsinu á miðvikudagskvöld, í góðri samvinnu við Fjallabyggð - þar sem síldargengið sló í gegn að vanda!

Fréttir