Við leitum að öflugum verkefnisstjóra
Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði leitar að metnaðarfullum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með áhuga á menningu og sögu í nýtt og spennandi starf verkefnisstjóra.
Starfið er fjölbreytt og felur í sér umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri Síldarkaffis, viðburðahaldi og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum innan umfangsmikils safns. Um er að ræða fullt starf, og krefst það sveigjanleika til að vinna utan hefðbundins dagvinnutíma í tengslum við viðburði og gestamóttökur.
Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel bæði sjálfstætt og í teymi, hefur skýra framtíðarsýn og nálgast verkefni af fagmennsku.
Hæfnikröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Skipulagshæfni og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum
- Frumkvæði, jákvæðni, þjónustulipurð og góð samskiptahæfni
- Geta til að vinna undir álagi og sinna fjölbreyttum verkefnum samtímis
- Áhugi á sögu, menningu og safnastarfi
- Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumál kostur
- Reynsla af rekstri, veitinga- eða viðburðahaldi kostur
Við bjóðum
- Einstakt starfsumhverfi í hjarta síldarsögunnar
- Skemmtilegt og metnaðarfullt samstarfsfólk
- Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að þróa starfið
Síldarminjasafnið er eitt stærsta og fjölsóttasta safn landsins, þar sem gestir fá einstaka innsýn í sögu síldveiða og -vinnslu á Íslandi. Starfsumhverfið er lifandi og fjölbreytt, þar sem hver dagur býður upp á nýjar áskoranir og skapandi lausnir. Verkefni starfsfólks spanna allt frá viðburðahaldi og móttöku gesta til rannsókna og varðveislu. Hér gefst einstakt tækifæri til að vaxa í starfi, hafa áhrif á starfsemi safnsins og miðla merkri sögu til breiðs hóps gesta, meðal annars með matarupplifunum og viðburðum.
Umsóknarfrestur: 7. apríl 2025
Nánari upplýsingar veitir: Anita Elefsen, safnstjóri
Umsóknir og ferilskrár sendist á: anita@sild.is