Söltunarstöðvar á Siglufirði

Handrit Benedikts Sigurðssonar


Benedikt Sigurðsson (1918-2014) setti saman handritið „Síldarsöltunarstöðvar á Siglufirði“ að tilhlutan Hreins Ragnarssonar sagnfræðings og Gunnars Flóvenz framkvæmdastjóra, til undir­búnings útgáfu á ritinu Silfur hafsins, gull Íslands – síldarsaga Íslendinga, sem Nesútgáfan gaf út árið 2007.

Í handritinu er vandað og greinargott yfirlit yfir allar söltunarstöðvar á Siglufirði. Fyrst er að finna ítarlegan inngang um upphaf síldarvinnslu á Siglufirði á síðustu öld og svo er fjallað um söltunarstöðvarnar hverja fyrir sig frá norðri til suðurs. Fjallað er um sögu stöðvanna og eigendur þeirra og er handritið afar dýrmæt heimild um sögu söltunarstöðva á Siglufirði. Aftast í ritinu er tilvísanaskrá yfir nöfn manna, fyrirtækja og staða


Í viðauka handritsins vann Benedikt greinar sem eru aðgengilegar í valmyndinni hér til vinstri.