Íslensk síldartónlist

Síldin var töfraorðið. Síldin létti af þúsund ára áþján. Vinnuhjú urðu sjálfstætt fólk, þorpið að borg. Síldin gerði menn ríka, síldin gerði menn fátæka. Síldin var gjöful og hverful.
Engri skepnu lifandi og dauðri, glitrandi eða daunillri fylgdi jafn mikil rómantík og síldinni. Í síldinni fyrir norðan, í síldinni fyrir austan var ástin, fjörið – og þrældómurinn. „Þá voru indælar andvökunæturnar ...“ á Sigló, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Dalvík og Dagverðareyri. Þar sem óskirnar rættust og vonirnar brugðust.
Nú eru þetta minningar. Minningar um síldarævintýrið varðveitast í hugum okkar, á safni og í músíkinni. Músíkin geymir rómantíkina best og hún færir okkur aftur í tímann til töfra síldaráranna.  (ÖK)

Þannig var síldartónlistinni fylgt úr hlaði á geisladiski sem gefinn var út 1992. Þar eru 23 upptökur valinna dægurlaga frá síldarárunum – á meðal þeirra eru þekktustu og vinsælustu síldarlögin. Platan var endurútgefin 2011 og er víða fáanleg, t.d. á Síldarminjasafninu.

1. Landleguvalsinn. Lag: Jónatan Ólafsson, texti: Númi Þorbergsson. Haukur  Morthens syngur með hljómsveit Jörn Graunegård.
Hljóðdæmi: landleguvals.mp3

2. Síldarvalsinn. Lag: Steingrímur Sigfússon, texti: Haraldur Zophaníasson. Sigurður Ólafsson syngur með Tríói Jan Morávek.
Hljóðdæmi: Sildarvalsinn.mp3

3. Sjana síldarkokkur. Lag: Mascheroni, texti: Loftur Guðmundsson. Svavar Lárusson syngur með Monty tríói.
Hljóðdæmi: Sjana-sildarkokkur.mp3

4. Ship-o-hoj. Lag Oddgeir Kristjánsson, texti: Loftur Guðmundsson. Ragnar Bjarnason syngur með Hljómsveit Svavars Gests.

5. Síldarstúlkan. Lag: Árni Björnsson, texti: Bjarni Guðmundsson. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur með hljómsveit.
Hljóðdæmi: Sildarstulkan.mp3

6. Söngur sjómannsins. Lag: Carl og Roger Yale, texti: Loftur Guðmundsson. Alfreð Clausen syngur með Kvintett Josef Felzmann.

7. Valsasyrpa. Eftir ýmsa höfunda. Harmonikutríó Jan Morávek.

8. Unnusta sjómannsins. Lag: sænskt lag, texti Freysteinn Gunnarsson. Tónasystur syngja með Tríói Jan Morávek.

9. Sigling (Blítt og létt). Lag: Oddgeir Kristjánsson, texti: Árni úr Eyjum. Alfreð Clausen syngur með Hljóma tríói.

10. Blikandi haf. Lag og texti: Freymóður Jóhannsson. Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested syngja með Hljómsveit Carls Billich.

11. Síldarstúlkurnar. Lag: Oddgeir Kristjánsson, texti: Ási í Bæ. Grettir Björnsson leikur á harmoniku ásamt fleiri hljóðfæraleikurum.
Hljóðdæmi: Sildarstulkurnar.mp3

12. Skipstjóravalsinn. Lag: Guðný Richter, texti: Örnólfur í Vík. Ragnar Bjarnason syngur með Hljómsveit Jörn Grauengård.

13. Á sjó. Lag: D. Wayne, texti: Ólafur Ragnarsson.  Þorvaldur Halldórsson syngur með Hljómsveit Ingimars Eydal.

14. Allt á floti. Lag: T. Steele ofl., texti: Jón Sigurðsson. Skapti Ólafsson syngur með Hljómsveit Gunnars Sveinssonar.

15. Sjómenn íslenskir erum við. Lag: Jón Múli Árnason, texti: Jónas Árnason. Ómar Ragnarsson og Ragnar Bjarnason syngja með Hljómsveit Svavars Gests.

16. Hvítu mávar. Lag: Walter Lange, texti: Björn Bragi Magnússon. Helena Eyjólfsdóttir syngur með Hljómsveit Kjell Karlsen.
Hljóðdæmi: Hvitir-mavar.mp3

17. Sjómannavalsinn. Lag: Svavar Benediktsson, texti: Kristján frá Djúpalæk. Sigurður Ólafsson syngur með Tríói Bjarna Böðvarssonar.

18. Loðnuvalsinn. Lag: Jónatan Ólafsson, texti: Númi Þorbergsson. Ragnar Bjarnason syngur með Gretti Björnssyni og fleirum.

19. Á góðri stund. Lag: Jóhannes G. Jóhannesson, texti: Númi Þorbergsson. Erla Þorsteinsdóttir syngur með Hljómsveit Jörn Grauengård.

20. Gömlu dansarnir. Nokkur lög leikin af Hljómsveit Jan Morávek.

21. Nótt í Atlavík/Baujuvaktin. Lag: Svavar Benediktsson. Grettir Björnsson leikur á harmoniku ásamt fleirum hljóðfæraleikurum.

22. Einhversstaðar úti í hafi. Lag: T. Varnick, N. Aquaviva, texti: Huginn. Helena Eyjólfsdóttir syngur með enskum hljóðfæraleikurum.

23. Ég sá hana fyrst. Lag: Donaldson, Whiting, texti: Jónas Friðrik Guðnason. Ríó tríó syngur við undirleik Gunnars Þórðarsonar og fleiri hljóðfæraleikara. 

Hljómsveit Sigluness 1939, Hljómsveit Bjarka Árnasonar, Gautlandsbræður og Fjórir fjörugir