Erlend síldartónlist

Síldin hefur ekki aðeins verið íslenskum lagahöfundum innblástur til tónsmíða. Tónskáld víða um heim hafa ort um síldina víðfrægu, rómantíkina, iðnaðinn, söguna og þar fram eftir götunum. Hér að neðan er að finna tóndæmi um svokölluð síldarlög frá Bretlandi.

Hér má heyra Chris Foster þjóðlagasöngvara syngja breska lagið Herring's heads. Frekari upplýsingar um Chris og samstarf hans við Báru Grímsdóttur má finna á heimasíðu þeirra: www.funi-iceland.com

05---The-Herring_s-Head

Ewan MacColl, enskur þjóðlagasöngvari og lagahöfundur syngur hér eigið lag; Shoals of Herring. Textinn er byggður á lífshlaupi sjómannsins Sams Larner frá Winterton í Englandi.

Ewan MacColl - Shoals of Herring