Arnar Herbertsson
Arnar Herbertsson, 1933-, nam við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann er einn úr SÚM-hópnum sem hóf að sýna nýstárlega myndlist í anda Popplistar seint á sjöunda áratugnum. Arnar er að öðru leyti einfari í listinni. Eftir „Poppgrafík“ sína málaði hann nokkuð „hálf-súrrealiskar“ minningarmyndir frá síldarplönunum og verksmiðjum á æskuslóðum hans heima á Siglufirði ásamt symbólskum altaristöflum í „þjóðlegum“ stíl. Ekki er laust við að greina megi skemmtilega blöndu „kúbískra“ og „súrrealistískra“ áhrifa í sumum Siglufjarðarmyndum Arnars.
Minningabrot, olíumálverk, 1993.