Gunnlaugur Blöndal
Gunnlaugur Blöndal. 1893-1962, nam við Akademíið í Kaupmannahöfn og einnig í Osló og París og var talinn með menntuðustu listamönnum á sinni tíð. Myndir hans einkennast af ljóðrænni mýkt og ytri glæsileika þar sem hversdagsleg viðfangsefni eru oft hjúpuð upphafinni birtu. Foreldrar og tveir bræður Gunnlaugs áttu heima á Siglufirði og þar dvaldi hann af og til og málaði fjölda mynda frá síldarhöfninni.
Sjá grein um tengsl Gunnlaugs Blöndal við Siglufjörð og ennfremur grein um málverkið víðförla, Konur í síldarvinnu
Konur í síldarvinnu, olíumálverk.